Erlent

Neitar ásökunum um aðild að fangaflutningum

Flugvél, sem talið er að hafi verið notuð í fangaflutninga Bandaríkjamanna, á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári.
Flugvél, sem talið er að hafi verið notuð í fangaflutninga Bandaríkjamanna, á Reykjavíkurflugvelli á síðasta ári. MYND/NFS

Forsætisráðherra Póllands neitaði í dag staðfastlega þeim ásökunum að pólsk stjórnvöld hafi komið að leynilegum fangaflutningum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Í nýrri skýrslu Evrópuráðsins eru fjórtán Evrópulönd, en Ísland er ekki þar á meðal, sögð tengjast flutningum á grunuðum hryðjuverkamönnum til landa þar sem pyntingar eru ekki ólöglegar, og sterkar vísbendingar séu um að í Póllandi og Rúmeníu séu starfrækt leynifangelsi. Forsætisráðherra Póllands segir ásakanirnar ekki svaraverðar þar sem engar sönnur hafi verið færðar fyrir þeim. Fyrrverandi innanríkisráðherra landsins segir hins vegar að leyfi hafi verið gefið fyrir millilendingu tiltekinna flugvéla sem nefndar eru í skýrslunni, en neitar vitneskju pólskra stjórnvalda um leynifangelsi Bandaríkjamanna þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×