Erlent

Myndband af sprengingu í Manchester gert opinbert

Lögreglan í Manchesterborg í Englandi birti í dag myndband sem sýnir þegar sendibíll, fullur af sprengiefni, var sprengdur í loft upp fyrir utan matvöruverslun í miðborg Manchester fyrir tíu árum. Enginn lést í sprengingunni en 200 manns særðust. Írski lýðveldisherinn, IRA, var ábyrgur fyrir ódæðinu en vegna þess að hverfandi líkur eru taldar á því að einhver verði nokkurn tímann fundinn sekur fyrir hryðjuverkið ákvað lögreglan í Manchester að gera myndbandið nú opinbert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×