Erlent

Orkuverð sé farið að hafa áhrif á hagvöxt

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. MYND/AP

Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, telur að hækkandi orkuverð í landinu sé farið að hafa áhrif á hagvöxt. Greenspan kom fyrir Bandaríkjaþing í gær þar sem hann mat stöðuna í efnahagsmálum.

Hann benti á að hækkandi olíuverð hefði ekki enn haft alvarleg áhrif á viðskipti á alþjóðavísu en snöggar hækkanir gætu haft áhrif á hagvöxt í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn þyrftu að leggja áherslu á að þróa aðra orkugjafa, eins og etanól. Sérfræðingar Standard og Poor´s taka undir orð Greenspans en segja olíuhækkanirnar ekki hafa haft áhrif á markað enn þar sem olían sé ekki eins mikilvæg og áður í efnahagslífi landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×