Erlent

Verstu flóð í A-Kína í þrjá áratugi

Íbúar í borginni Minqing í Fujian-héraði í austurhluta Kína hafa ekki farið varhluta af rigningunni og flóðunum síðustu daga.
Íbúar í borginni Minqing í Fujian-héraði í austurhluta Kína hafa ekki farið varhluta af rigningunni og flóðunum síðustu daga. MYND/AP

Flóðin sem nú belja um austurhluta Kína eru þau verstu í þrjá áratugi, að sögn þarlendra stjórnvalda. 55 hafa látið lífið og 12 annarra er saknað og að minnsta kosti 378 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Það er vel ríflega öll íslenska þjóðin! Vatnið flæðir niður berar fjallshlíðar þar sem skógar hafa verið höggnir til þess að ryðja tún og akra til landbúnaðar. Á hverju ári farast hundruð Kínverja í flóðum á regntímabilinu í júní og ágúst, en fyrsti stormurinn skall á óvenju snemma nú í ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×