Erlent

Al-Zarqawi sagður hafa látist í loftárásum

MYND/AP

Abu Musab al-Zarqawi, æðsti maður al-Qaida samtakanna, lét lífið í nótt í loftáásum bandaríkjamanna á hús utan við höfuðborgina Bagdad. Hann fannst á lífi en lést fljótlega af sárum sínum.

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks staðfesti þetta á blaðamannafundi fyrir stundu. Zarqawi hefur lengi verið talinn höfuðpaur andspyrnuaðgerða gegn hersetu erlendra herja í landinu og stjórnvöldum þar og er nafn hans tengt fjöldamörgum ofbeldisverkum. Hann hefur einnig verið talinn forvígismaður skæruhernaðar súnnímúslima í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×