Erlent

Varað við hefndarárásum í Írak vegna dauða al-Zarqawi

Ódagsett mynd af Abu Musab al-Zarqawi
Ódagsett mynd af Abu Musab al-Zarqawi MYND/AP

Khalid Khawaja, fyrrum aðstoðarmaður Osama bin Laden, varar við hefndaraðgerðum eftirmanna al-Zarqawis. Hann segir Zarqawi hafa dáið píslarvættisdauða og heilagt stríð í Írak, jihad, muni halda áfram.

Khawaja var leyniþjónustumaður í Pakistan og veitti uppreisnarmönnum frá ýmsum arabalöndum aðstoð í heilögu stríði þeirra gegn stjórnvöldum í Afganistan á 9. áratugnum. Ríkisstjórn Pakistans vonast til þess að ofbeldisverkum fari fækkandi í Írak eftir fall Zarqawis. Zarqawi féll í loftárásum bandarískra hermanna norðaustur af Bagdad í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×