Erlent

Yfirmaður öryggismála drepinn á Gasaströndinni

Jamal Abu Samhadana var drepinn í loftárás Ísraelshers í gærkvöld.
Jamal Abu Samhadana var drepinn í loftárás Ísraelshers í gærkvöld. MYND/AP

Yfirmaður öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni var drepinn í gærkvöld í loftárás Ísraela á þjálfunarbúðir uppreisnarmanna í Rafa á suðurhluta Gasastrandarinnar. Maðurinn, Jamal Abu Samhadana, var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta menn og grunaður um aðild að árás á bandaríska hersveit á Gasaströndinni árið 2003. Samhadana var nýlega skipaður yfirmaður öryggismála hjá heimastjórn Hamas-samtakanna en sú ákvörðun vakti mikla reiði hjá ísraelskum stjórnvöldum. Hamas-stjórnin hefur lýst morðinum sem beinni árás á palestínsku heimastjórnina og hefur heitið áframhaldandi baráttu gegn Ísraelsríki. Þrír til viðbótar létust í árás Ísraelshers á búðirnar og tíu særðust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×