Erlent

Leyfa notkun bóluefnis gegn leghálskrabbameini

Fulltrúi heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkjunum tilkynnir um að gefið hafi verið leyfi fyrir notkun bóluefnisins Gardasil.
Fulltrúi heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkjunum tilkynnir um að gefið hafi verið leyfi fyrir notkun bóluefnisins Gardasil. MYND/AP

Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur í fyrsta sinn gefið leyfi fyrir því að nota bólefnið Gardasil gegn leghálskrabbameini. Bóluefnið, sem konur á aldrinum níu til tuttugu og sex ára geta notað, kemur í veg fyrir ákveðna veirusýkingu tengda kynmökum sem talin er leiða til leghálskrabbameins. Talið er að tilkoma bóluefnisins muni hafa mikil áhrif á heilsufar kvenna víða um heim en 3700 konur látast úr leghálskrabbameini í Bandaríkjunum einum á ári hverju. Það er lyfjarisinn Merck sem framleiðir bóluefnið en von er á því á markað í lok mánaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×