Erlent

Spenna vex vegna morðsins á Samhadana

Syrgjendur bera líkið af Jamal Abu Samhadana til grafar í Rafah í dag.
Syrgjendur bera líkið af Jamal Abu Samhadana til grafar í Rafah í dag. MYND/AP

Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni af dögum í Rafah á Gasaströndini í gærkvöld.

Maðurinn, Jamal Abu Samhadana, var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta uppreisnarmenn á sjálfsstjórnarsvæðunum en hann var drepinn í loftskeytaárás Ísraela á þjálfurnarbúðir uppreisnarmanna. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, sagði eftir morðið að Palestínumenn ættu rétt á að verja sig og svara drápinu. Hundruð vopnaðra Hamas-liða fylgdu Samhadana til grafar í dag þúsundir komu saman til að minnast hans í flóttamannabúðum í Rafah. Uppreisnarmenn í Palestínu hafa hótað hefndum og því er óttast að átök muni magnast milli Ísraela og Palestínumanna á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×