Að minnsta kosti níu Palestínumenn féllu og fjölmargir særðust í þremur flugskeytaárásum Ísraelshers á bílalestir á Gaza-ströndinni í dag. Talið er að háttsettur leiðtogi Hamas-samtakanna sé meðal þeirra sem særðust. Árásirnar eru sagðar svar við flugskeytaárásum Palestínumanna á ísraelskt landsvæði. Auk þess féllu að minnsta kosti sex Palestínumenn og á annan tug særðust í dag þegar skotið var á þá frá ísrelsku herskipi en mennirnir voru þá staddir á norðurhluta Gaza-strandarinnar.
Mannfall í loftárásum Ísraela á Gaza
Mest lesið



Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent

Björguðu dreng úr gjótu
Innlent




Friðrik Ólafsson er látinn
Innlent

„Það eru ekki skattahækkanir“
Innlent
