Erlent

Ættingjar al-Zarqawis fagna píslarvættisdauða hans

Ungur drengur, sem er sagður sonur al-Zarqawis, yfirgefur heimili sitt í Zarqa í Jórdaníu.
Ungur drengur, sem er sagður sonur al-Zarqawis, yfirgefur heimili sitt í Zarqa í Jórdaníu. MYND/AP

Ættingjar jórdanska al-Kaída leiðtogans Abu Musab al-Zarqawi komu saman í heimabæ hans, Zarqa, í Jórdaníu í dag til að fagna því sem þeir kalla píslarvættisdauða hans. Al-Zarqawi féll í loftárás Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöldið. Hann var enn á lífi þegar komið var að honum eftir árásina en hann lést skömmu síðar.

Um það bil hundrað ættingjar og vinir al-Zarqawis komu saman við Alflah moskuna í heimabæ hans en þar mun hann hafa beðist fyrir. Tjaldað var yfir fólkið og á tjaldinu var borði sem á stóð "Brúðkaup píslarvottsins" en þar er þar vísað til þeirrar trúar af þeir sem deyji píslarvættisdauða hafi farið sem brúðgumar til himna.

Bandaríski herinn gerði í dag nánar grein fyrir atburðarásinni á miðvikudaginn og kom í þá í ljós að íraskir lögreglumenn komu að al-Zarqawi á lífi eftir árásina. Hann hafi reynt að komast af sjúkrabörunum en var þá haldið kyrrum. Skömmu síðar hafi hann svo látist af sárum sínum. Bandaríkjaher segir ekkert benda til þess að barn hafi farist í loftárásinni líkt og áður hafi verið haldið fram.

Bandarískir hermenn gerði áhlaup á fjölmörg hús í Írak í nótt og morgun og byggðu á upplýsingum sem þeir komust yfir við leit í húsinum sem al-Zarqawi dvaldist í þegar hann féll. Hald mun hafa verið lagt á tölvur og ýmislegt annað sem talið er að komið að gagni í baráttunni við andspyrnumenn í Írak. Fregnir herma að fjórir óbreyttir borgarar hafi fallið í átökum í einu áhlaupinu í morgun. Þar á meðal strákur ásamt föður hans og afa.

Bush Bandaríkjaforseti sagði í morgun að ólíklegt væri að dauði al-Zarqawis myndi binda enda á hrinu ofbeldis í Írak en hjálpi í baráttunni gegn hryðjuverkum. Hann bætti því við að hann vildi kalla herlið frá Írak hið fyrsta en óvíst væri hvenær það væri óhætt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×