Erlent

Mörgæsabolti í Suður-Kóreu

Mörgæsirnar sem kepptu í fótbolta í Suður-Kóreu tóku sig vel út í búningunum sínum.
Mörgæsirnar sem kepptu í fótbolta í Suður-Kóreu tóku sig vel út í búningunum sínum. MYND/AP

HM-æðinu virðist engin takmörk sett. Jafnvel mörgæsir í Suður-Kóreu eru að missa sig.

Sædýrasafn í Suður-Kóreu hefur brugðist við heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með því að klæða fjórar mörgæsir í búninga þeirra liða sem keppa í G-riðli. Í þeim riðli er Kórea ásamt Togo, Sviss og Frakklandi.

Börn og fullorðnir fylgdust með leik mörgæsanna og hvöttu þær áfram. Allir höfðu gaman að þessu, en fyrir hönd Suður-Kóreu verðum við nú að vona, að lið þeirra sýni aðeins meiri tilþrif á vellinum en mörgæsirnar gerðu. Okkur er þó til efs að nokkuð lið geti verið sætara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×