Erlent

Mannskæð flóð í Kína

Lögreglumenn að störfum í Guangdong-kantónu.
Lögreglumenn að störfum í Guangdong-kantónu. MYND/AP

Miklar rigningar ollu töluverðum flóðum í Guangdong-kantónu í Suður-Kína í morgun en töluvert hefur rignt og flætt á svæðinu síðustu daga. Þrjú göt komu á stíflu í Liuxi fljóti og reyndu mörg hundruð lögreglumenn að hefta vatnsflauminn með sandpokum.

Töluvert hefur einnig verið um aurskriður á svæðinu vegna ofankomunnar. Að minnsta kosti 93 hafa farist í flóðum á svæðinu síðan í lok maí og 11 er enn saknað. Búið er að flytja tæplega 600 þúsund manns frá heimilum sínum í Suður-Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×