Erlent

Abbas og Haniyeh funda

Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna (t.v.), og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, ræddust við í gær.
Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Palestínumanna (t.v.), og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, ræddust við í gær. MYND/AP

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, og Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnarinnar, funduðu í gær eftir að Abbas boðaði til atkvæðagreiðslu í júlí um tillögu sem meðal annars tekur til þess hvort viðurkenna eigi Ísraelsríki.

Hanieyh lagði áherslu á að heimastjórnin, undir forystu Hamas-samtakanna, væri andvíg atkvæðagreiðslunni en sagðist ætla að funda frekar um málið með Abbas í dag og næstu daga. Abbas mun hafa gert Hanieyh grein fyrir því að af atkvæðagreiðslunni verði þrátt fyrir andstöðu Hamas sem hefur neitað að viðurkenna Ísraelsríki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×