Erlent

Tilboðið gallað en þó gott

Ari Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkudeilunni (t.v.), á fundi með Hosni Mubarak, Egyptalandsforseta, í gær.
Ari Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkudeilunni (t.v.), á fundi með Hosni Mubarak, Egyptalandsforseta, í gær. MYND/AP

Ari Larijani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkudeilu þeirra við Vesturveldin, sagði í morgun að margt væri gallað við tilboð stórveldanna sex um lausn deilunnar en einnig margt sem Íranar gætu sætt sig við.

Þau fimm ríki sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, auk Þýskalands, lögðu fram tillögu og tilboð til lausnar deilunni í síðustu viku. Þar er stjórnvöldum í Teheran boðið ýmislegt í skiptum fyrir að leggja kjarnorkuáætlun sína á hilluna og þar með hætta auðgun úrans.

Fyrir helgi sögðu Íranar að þeir ætluðu að svara með því að gera breytingar á tilboðinu eða leggja fram nýtt tilboð sem svar sitt.

Larijani er staddu á fundi með fulltrúum þeirra ríkja sem eru meðlimir að Arababandalaginu í Kairó í Egyptalandi. Eftir fundinn sagði hann margt gott við tilboðið en einnig mörg vandamál sem yrði að yfirstíga og ýmislegt sem væri enn óljóst.

Bandaríkjamenn og önnur ríki óttast að Íranar ætli sér að smíða kjarnorkusprengju en stjórnvöld í Teheran segjast ætla að nota kjarnorkutækni í friðsömum tilgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×