Erlent

Hóta stórfelldum árásum í Írak

Al-Zarqawi.
Al-Zarqawi. MYND/AP

Al Qaeda í Írak hóta stórfelldum árásum í landinu eftir að al-Zarqawi, leiðtogi þeirra, var drepinn í vikunni. Þetta kemur fram á heimasíðu herskárra múslima í dag.

Þar kemur jafnframt fram að samtökin í Írak hafi endurnýjað bandalag sitt við Osama Bin Laden, þó að ekki hafi verið ákveðið hver taki við af Zarqawi.

Krufnungu á líki Zarqawis er lokið, en niðurstöðurnar liggja ekki enn fyrir. Bandaríkjaher fullyrðir að hann hafi látist af völdum sprengjuárásar, en Íraki sem býr í grennd við árásarstaðinn segir hermenn hafi barið Zarqawi til dauða. Talsmaður Bandaríkjahers segir að þessar ásakanir verði rannsakaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×