Erlent

Segir al-Zarqawi hafi látist af innvortis meiðslum

Bandaríska herstjórnin segir að al-Qaida leiðtoginn Abu Musab al-Zarqawi hafi dáið af innvortis meiðslum, fimmtíu og tveimur mínútum eftir að sprengju var varpað á hús sem hann var staddur í. Bandaríkjamenn harðneita að hann hafi verið barinn til bana.

Al-Zarqawi og nokkrir samstarfsmenn hans féllu þegar bandarísk orrustuþota varpaði sprengju á hús, þar sem þeir sátu á fundi. Bandaríkjamenn nutu aðstoðar leyniþjónustu Jórdaníu, við að finna felustað hans. Al-Zarqawi var helsti leiðtogi al-Qaida hryðjuverkasamtakanna í Írak og stóð fyrir óteljandi árásum, einkum á óbreytta borgara.

Eftir að spurðist um fall hans var því haldið fram að hann hefði ekki farist í loftárásinni, heldur hefðu bandarískir hermenn barið hann til bana. Bandaríska herstjórnin neitar því alfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×