Erlent

Aðildarviðræður við Tyrki hafnar

Enn á eftir að ræða breytingar að hernum í Tyrklandi sem er mjög sterkur og hefur áhrif á stjórnmál í landinu
Enn á eftir að ræða breytingar að hernum í Tyrklandi sem er mjög sterkur og hefur áhrif á stjórnmál í landinu

Evrópusambandið hóf formlega fyrsta hluta aðildarviðræðna við Tyrkland í gær. Þetta er gert þrátt fyrir tilraunir ráðamanna á Kýpur til að reyna að koma í veg fyrir þær. Í gær var rætt um vísindi og rannsóknir og tókst að ljúka samningum um það svið. Enn standa þó eftir samningar um þrjátíu og fjögur svið.

Reiknað er með að aðildarviðræðurnar taki um tíu ár og Tyrkland gæti því orðið meðlimur Evrópusambandsins árið 2016. Ráðamenn í Kýpur hafa beðið Evrópusambandið um að þrýsta á Tyrki með að viðurkenna Kýpur opinberlega og opna hafnir sínar fyrir skipum Kýpurbúa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×