Erlent

Tíu ára stúlka missti sex fjölskyldumeðlimi

Houda Ghalia ásamt Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu
Houda Ghalia ásamt Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu MYND/AP

Houda Ghalia, tíu ára stúlka, missti föður sinn og fimm systkini í árásum Ísraela á Gazastrendur á föstudaginn. Fjölskylda Houdu hafði farið í lautarferð á ströndina til að fagna því að börnin höfðu lokið prófum. Þegar viðvörunarflautur Ísraelshers hljómuðu pakkaði fjölskyldan saman og þau voru að bíða eftir leigubíl þegar sprengjan lenti hjá þeim.

Fjölskyldufaðirinn lést ásamt fimm börnum sínum og seinni konu sinni og einn annar maður ókunnugur þeim. Móðir stúlkunnar og fimm börn fjölskyldunnar særðust. Ísraelar senda oft flugskeyti á Gaza til að svara fyrir heimatilbúnar sprengjur Palestínumanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×