Erlent

Kanna áfram möguleika á framleiðslu bóluefnis

MYND/AP

Heilbrigðisráðherrar Norðurlandanna ætla áfram að kanna möguleika á samstarfi norrænu ríkjanna um að framleiða bóluefni gegn fuglaflensu ef heimsfaraldur heimur upp. Þetta kemur fram í frétt á vef Norðurlandaráðs.

Heilbrigðisráðherrarnir funduðu í Norður-Noregi dagana 11.-13. júní og urðu þeir sammála um að gera grein fyrir tveimur ólíkum líkönum fyrir slíka framleiðslu. Einu opinberu líkani byggðu á framleiðslu með leyfi einkaleyfishafa og öðru sem byggir á samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Greinargerðir þar um verður skilað fyrir 1. nóvember næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×