Erlent

Síamstvíburar aðskildir

Regina og Renatta með móðir sinni og hjúkrunarkonu
Regina og Renatta með móðir sinni og hjúkrunarkonu MYND/AP

Læknar á barnaspítalanum í Los Angeles í Bandaríkjunum hófu í morgun aðgerð til að aðskilja símastvíbura. Stúlkurnar heita Regina og Renatta og hófst aðgerðin á þeim nú fyrir hádegið.

Gert er ráð fyrir að hún standi í heilan sólarhring. Tvíburastúlkurnar fæddust í ágúst á síðasta ári og hafa þegar gengið undir hinar ýmsu undirbúningsaðgerðir. Læknar segja aðgerðina í dag vera flókna og fela í sér að endurskapa þurfi mörg líffæri eftir aðskilnaðinn. Þeir eru þó bjartsýnir á að aðgerðin muni heppnast vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×