Erlent

Hamas-samtökin sökuð um glæpi gegn Palestínumönnum

F.v. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, Mahmoud Abbas, forseti, og Mohammed Dahlan.
F.v. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, Mahmoud Abbas, forseti, og Mohammed Dahlan. MYND/AP

Mohammed Dahlan, einn af áhrifamönnum Fatha-hreyfingarinnar, sakaði í gær Hamas-samtökin um glæpi gegn Palestínumönnum og sagði þeim hafa mistekist að stýra sjálfsstjórnarsvæðunum. Dahlan hefur mikil áhrif innan Fatha-hreyfingarinnar en er óbreyttur þingmaður eftir að Hamas vann þingkosningarnar í janúar á þessu ári.

Í gær ruddust tugir Palestínumanna inn í palestínska þingið og réðust á þingmenn Hamas-hreyfingarinnar til að mótmæla því að hafa ekki fengið laun sín greidd í rúma þrjá mánuði. Heimastjórnin, undir forystu Hamas, hefur ekki getað greitt opinberum starfsmönnum laun vegna fjárskorts.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×