Erlent

Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar funda

Fánar aðildarþjóða Shanghai samvinnustofnunarinnar.
Fánar aðildarþjóða Shanghai samvinnustofnunarinnar. MYND/AP

Aðildarþjóðir Shanghai samvinnustofnunarinnar hittust í gær á aðalfundi stofnunarinnar. Nokkur stærstu lönd í mið- og Austur-Asíu eiga aðild að stofnuninni: Kína, Rússland, Tajikistan, Kasakstan, Kyrgistan og Úsbekistan. Þetta árið fá Pakistan, Afganistan, Indlandi og Íran að áheyrnarrétt á fundum stofnunarinnar.

Búist er við að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, eigi tvíhliða fundi með Kína og Rússlandi um afstöðu þeirra til kjarnorkudeilu Vesturveldanna við Íran, en löndin tvö hafa verið þolinmóðari en flest Vesturveldanna og gegna lykilstöðu vegna neitunarvalds síns í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×