Að minnsta kosti 61 féll þegar sprenging varð um leið og strætisvagni var ekið yfir jarðsprengju á norðurhluta Sri Lanka í morgun. 45 særðust.
Stjórnvöld segja Tamíl tígra bera ábyrgð á hörmungunum en þeir neita því. Stjórnvöld svöruðu þegar með loftárásum. Ekki hafa jafn margir óbreyttir borgarar fallið í einu síðan vopnahlé tók gildi árið 2002.