Erlent

Mótmæli í Vín

Þrjúhundruð námsmenn mótmæltu komu Bush Bandaríkjaforseta til Austurríkis á götum Vínarborgar í dag. Bush kom til Austurríkis gærkvöld til fundar með leiðtogum Evrópusambandsins

Mótmælagangan hófst á Westbanhof lestarstöðinni og áfangastaðurinn var Hofburg höllin þar sem fundur Bush og leiðtoga Evrópusambandsins fer fram í dag. Mikil öryggisgæsla er á staðnum því búist var við mótmælum þar sem víða í Evrópu er andstaða gegn utanríkisstefnu Bandaríkjamanna.

Mótmælin fóru þó friðsamlega fram. Mótmælendur báru grímur með andliti Bush forseta, Tony Blairs forsætisráðherra Bretlands og Jacques Chiracs Frakklandsforseta. Þeir spiluðu með fótbolta sem líktist Jörðinni og dómarinn gaf þeim gult spjald fyrir ósanngjarnan leik.

Búist er við mun fjölmennari mótmælum seinna í dag en heyrst hefur að allt að 10 þúsund manns skipuleggi komu sínu að fundarstaðnum.

Á fundinum hyggst Bush leita aukins stuðnings frá Evrópuþjóðunum í kjarnorkudeilunni við Írana og við uppbyggingu í Írak. Reiknað er með að Evrópusambandið muni þrýsta mjög á Bush um að Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu verði lokað.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×