Ísraelsher ræðst inn á Gaza-svæðið 28. júní 2006 09:00 MYND/AP Ísraelsher hefur tekið sér stöðu við Rafah á suður hluta Gaza-svæðisins. Herinn réðst inn á Gaza seint í gærkvöldi með það fyrir augum að frelsa ungan, ísraelskan hermann sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan á sunnudaginn. Árás Ísraelshers er gerð inna við sólahring eftir að tilkynnt var um samkomulag milli Hamas-liða, sem leiða heimastjón Palestínumanna, og Fata-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta. Samkvæmt samkomulaginu er stefnt að því að stofna sjálfstætt ríki Palestínu á Vesturbakka Jórdanar og Gazasvæðinu. Ekki er formlega minnst á landsvæði sem teljist til Ísraelsríkis. Samkvæmt samkomulaginu fær Abbas umboð til friðarviðræðna við Ísraelsmenn. Stjórnmálaskýrandi BBC segir þó lítið í samkomulaginu sem bendi til þess að friðarferlið sé að komast á skrið. Það var senn í gær sem Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum á þrjár brýr og raforkuver á suðurhluta Gaza-svæðisins. Við það fór rafmagn af stórum hluta þess landsvæðis. Þá var skriðdrekum ekið yfir landamærin og þeim fylgdu landgönguliðar. Ekki er vitað hve margir hermenn taka þátt í aðgerðunum en takmarkið er aðeins eitt, að frelsa nítján ára gamlan hermann sem herskáir Palestínumenn tóku höndum í árás á varðstöð á sunnudaginn. Talsmaður hersins segir að aðgerðum verði hætt og herliði snúið heim þegar því takmarki verði náð. Hermennirnir hafa komið sér fyrir rétt fyrir utan Rafah og ætla að halda til þar og koma upp eftirlitsstöðvum. Þeir sem hafa hermanninn unga í haldi hafa heitið upplýsingum um hvar hann er í haldi ef palestínskar konur og börn, sem eru í haldi Ísraelsmanna, verði látin laus úr fangelsum. Því hafa ísraelsk stjórnvöld hafnað. Innan við ár er síðan Ísraelsher kallaði herlið sitt frá Gaza og flutti landtökumenn á brott. Síðan þá hafa flugskeytaárásir verið gerðar á víxl og hafa þær kostað mörg mannslíf. Einn leiðtoga Hamas sagði í útvarpsávarpi í nótt að Palestínumenn ættu að grípa til vopna og ráðast gegn innrásarliðinu. Annar hópur herskárra Palestínumanna hótaði í morgun að myrða landtökumenn sem þeir sögðust hafa tekið höndum á Vesturbakkanum ef Ísraelsmenn halda innrás sinni áfram. Erlent Fréttir Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Ísraelsher hefur tekið sér stöðu við Rafah á suður hluta Gaza-svæðisins. Herinn réðst inn á Gaza seint í gærkvöldi með það fyrir augum að frelsa ungan, ísraelskan hermann sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan á sunnudaginn. Árás Ísraelshers er gerð inna við sólahring eftir að tilkynnt var um samkomulag milli Hamas-liða, sem leiða heimastjón Palestínumanna, og Fata-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta. Samkvæmt samkomulaginu er stefnt að því að stofna sjálfstætt ríki Palestínu á Vesturbakka Jórdanar og Gazasvæðinu. Ekki er formlega minnst á landsvæði sem teljist til Ísraelsríkis. Samkvæmt samkomulaginu fær Abbas umboð til friðarviðræðna við Ísraelsmenn. Stjórnmálaskýrandi BBC segir þó lítið í samkomulaginu sem bendi til þess að friðarferlið sé að komast á skrið. Það var senn í gær sem Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum á þrjár brýr og raforkuver á suðurhluta Gaza-svæðisins. Við það fór rafmagn af stórum hluta þess landsvæðis. Þá var skriðdrekum ekið yfir landamærin og þeim fylgdu landgönguliðar. Ekki er vitað hve margir hermenn taka þátt í aðgerðunum en takmarkið er aðeins eitt, að frelsa nítján ára gamlan hermann sem herskáir Palestínumenn tóku höndum í árás á varðstöð á sunnudaginn. Talsmaður hersins segir að aðgerðum verði hætt og herliði snúið heim þegar því takmarki verði náð. Hermennirnir hafa komið sér fyrir rétt fyrir utan Rafah og ætla að halda til þar og koma upp eftirlitsstöðvum. Þeir sem hafa hermanninn unga í haldi hafa heitið upplýsingum um hvar hann er í haldi ef palestínskar konur og börn, sem eru í haldi Ísraelsmanna, verði látin laus úr fangelsum. Því hafa ísraelsk stjórnvöld hafnað. Innan við ár er síðan Ísraelsher kallaði herlið sitt frá Gaza og flutti landtökumenn á brott. Síðan þá hafa flugskeytaárásir verið gerðar á víxl og hafa þær kostað mörg mannslíf. Einn leiðtoga Hamas sagði í útvarpsávarpi í nótt að Palestínumenn ættu að grípa til vopna og ráðast gegn innrásarliðinu. Annar hópur herskárra Palestínumanna hótaði í morgun að myrða landtökumenn sem þeir sögðust hafa tekið höndum á Vesturbakkanum ef Ísraelsmenn halda innrás sinni áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira