Fabio Capello hefur sagt af sér sem þjálfari Juventus á Ítalíu, en líklegt þykir að félagið verði á næstunni dæmt til að leika í neðri deildunum þar í landi. Capello hefur verið sterklega orðaður við spænska liðið Real Madrid að undanförnu og er fyrsti kostur nýkjörins forseta félagsins Ramon Calderon. Capello hefur gert Juventus að tvöföldum meisturum á Ítalíu, en heldur nú væntanlega til Spánar á ný þar sem hann gerði einmitt Real að meisturum árið 1997.
Fabio Capello hættur hjá Juventus

Mest lesið


„Ég er 100% pirraður“
Enski boltinn

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti


Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ
Handbolti


