Erlent

Segir alla í forystusveit Hisbollah óhulta

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah.
Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah. MYND/AP

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah sagði í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpstöðina í dag að enginn í forystusveit samtakanna hefði særst í átökunum. Nasrallah sagði alveg ljóst að ísraelsku hermönnunum yrði ekki skilað nema í skiptum fyrir fanga sem eru í haldi Ísraelsmanna.

Kofi Annan, framkvæmdstjóri Sameinuðu þjóðanna, krafðist vopnahlés Ísraela og Líbana í dag. Daglegu lífi beggja vegna landamæranna er haldið í heljargreipum á þessum níunda degi átakanna.

Ísraelar útiloka ekki stórtæka innrás í Líbanon á næstu dögum. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah sagði í viðtali við Al-Jazeera sjónvarpstöðina í dag að enginn í forystusveit samtakanna hefði særst í átökunum.

Átökin má rekja til þess að Hizbollah skæruliðar tóku í gíslingu tvo Ísraelska hermenn fyrir níu dögum. Nasrallah sagði alveg ljóst að þeim yrði ekki skilað nema í skiptum fyrir fanga sem eru í haldi Ísraelsmanna.

Hingað til hafa átökin aðeins verið milli skæruliða Hisbollah og Ísraelshers en í dag sagði varnarmálaráðherra Líbanons að líbanski herinn myndi blanda sér í átökin ef Ísraelar ráðast formlega á landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×