Erlent

Á sjötta tug Íraka féll í morgun

Kona syrgir fallinn ástvin í Sadr-hverfi Bagdad-borgar í morgun.
Kona syrgir fallinn ástvin í Sadr-hverfi Bagdad-borgar í morgun. MYND/AP

Á sjötta tug Íraka liggur í valnum eftir að tvær bílsprengjuárásir voru gerðar í borgunum Bagdad og Kirkuk í morgun. Fyrri sprengjan sprakk í Sadr-hverfinu í höfuðborginni þar sem sjíar eru þorri íbúanna. 36 létust í því tilræði og 72 særðust. Sprengjan í Kirkuk sprakk nærri dómsal og grandaði hún að minnsta kosti fimmtán manns.

Ekkert hefur dregið úr ofbeldinu í Írak þrátt fyrir aðgerðir nýju ríkisstjórnarinnar í landinu. Sameinuðu þjóðirnar telja að 100 manns á dag látist í tilræðum af ýmsu tagi. Svo virðist hins vegar að fleiri láti nú lífið eftir átök tengdum trúarhópum en í hryðjuverkum uppreisnarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×