Golf

Mjög ósáttur við ljósmyndara

Woods var ósáttur við ónæði sem fylgdi myndavélum á opna breska
Woods var ósáttur við ónæði sem fylgdi myndavélum á opna breska NordicPhotos/GettyImages

Hinn dagfarsprúði sigurvegari Opna breska meistaramótsins, Tiger Woods, var fjarri því að vera sáttur með ágang ljósmyndara á meðan mótið stóð yfir um helgina. Þar átti hann ekki við atvinnuljósmyndarana, heldur áhugamenn sem tóku myndir af honum, sumir hverjir með farsímamyndavélum.

"Þetta var mjög óþægilegt fyrir okkur Sergio Garcia. Þetta gekk á alla helgina og það var alveg sama hvort við vorum að pútta eða miða, alltaf voru þessar myndavélar smellandi af í tíma og ótíma," sagði Woods fúll, en strangar reglur eru um myndatöku á mótum sem þessu. Þetta ónæði virtist þó ekki hafa áhrif á Bandaríkjamanninn unga, sem spilaði eins og engill og tryggði sér sinn þriðja titil á ferlinum á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×