Erlent

Fjórir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna drepnir

SPRENGINGAR Í BEIRÚT Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að svo virðist sem dráp þeirra hafi verið framin af yfirlögðu ráði.
SPRENGINGAR Í BEIRÚT Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að svo virðist sem dráp þeirra hafi verið framin af yfirlögðu ráði. MYND/AP

Fjórir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna féllu í árásum Ísraelshers í bænum Khima í Suður-Líbanon í gærkvöld. Mennirnir voru staddir í bækistöðvum sínum á svæðinu þegar Ísraelar gerðu loftárás á þær. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir þessi tíðindi mikið áfall og að svo virðist sem dráp þeirra hafi verið framin af yfirlögðu ráði. Ísraelsmenn segja það hins vegar af og frá og sögðust skömmu eftir árásina harma hana mjög. Ráðstefna um átök Ísraelsmanna og Líbana og hugsanlega lausn á deilunni, hefst í Róm í dag. Lát mannanna fjögurra, sem voru frá Austurríki, Kanada, Kína og Finnlandi, er sagt setja aukinn þrýsting á að þeir leiðtogar sem funda munu í Róm í dag, finni leið til að koma á friði milli átakaaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×