Erlent

22 skipverjum bjargað

MYND/AP

Mildi þykir að ekki fór verr þegar tuttugu og tveimur skipverjum var bjargað af flutningaskipi sem fór á hliðina undan ströndum Alaska í fyrrinótt. Skipið, sem skráð er í Singapúr, var á leið frá Japan til Kanada með um fimm þúsund bíla og önnur farartæki um borð. Skipverjarnir höfðu hangið utan á skipinu í nokkra klukkutíma áður en þeim var bjargað um borð í þyrlur standgæslunnar í Alaska. Eðli málsins samkvæmt voru mennirnir lemstraðir og all þjakaðir eftir lífsreynsluna. Rúmlega 110 rúmmetrar af olíu voru um borð í skipinu þegar slysið varð en ekki er vitað hversu mikið magn fór í sjóinn. Ekki er heldur vitað hvað olli því að skipið fór á hliðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×