Erlent

Kínverjar krefja ísraelsk stjórnvöld um afsökunarbeiðni

Eftirlitsmenn SÞ bera lík félaga síns.
Eftirlitsmenn SÞ bera lík félaga síns. Mynd/AP

Fjórir eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna féllu í árásum Ísraelshers á bækistöð þeirra í bænum Khima í Suður-Líbanon í gærkvöld. Mennirnir voru frá Austurríki, Finnlandi, Kanada og Kína. Kínverjar hafa krafið ísraelsk stjórnvöld um afsökunarbeiðni. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir þessi tíðindi mikið áfall og að svo virðist sem árásin hafi verið gerð af ráðnum hug. Ísraelsmenn segja það hins vegar af og frá, þeir harmi árásina. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir ummæli Annans koma sér á óvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×