Erlent

Eldur í efnaverksmiðju

Talsverð skelfing greip um sig í gríska bænum Lavrio í morgun þegar eldur kom upp í efnaverksmiðju þar. Kolsvartur mökkurinn þakti himininn yfir bænum, sem er skammt suður af höfuðborginni Aþenu, og náðu eldtungurnar tugi metra upp í loftið. Þrátt fyrir hetjulega baráttu rúmlega hundrað slökkviliðsmanna, sem meðal annars notuðu þyrlur og flugvélar við störf sín, gjöreyðilagðist stór hluti verksmiðjunnar og talsvert af eiturefnum slapp út í andrúmsloftið. Ekki er þó vitað til að nokkur hafi slasast í eldsvoðanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×