Fótbolti

Seljum ekki fleiri leikmenn

Didier Deschamps vill ekki selja fleiri leikmenn frá Juventus
Didier Deschamps vill ekki selja fleiri leikmenn frá Juventus AFP

Didier Deschamps, nýráðinn þjálfari Juventus á Ítalíu, segir að ekki komi til greina að selja fleiri leikmenn frá félaginu þó það leiki í B-deildinni á næstu leiktíð. Félagið hefur þegar selt fjóra mjög sterka leikmenn og er markvörðurinn Gianluigi Buffon sá sem líklegastur þykir til að yfirgefa félagið af þeim sem eftir eru.

"Það er alls ekki á dagskránni að selja fleiri leikmenn, því við ætlum okkur beint upp í A-deildina aftur og þá væri tilgangslaust að vera búinn að selja fullt af leikmönnum og þurfa að byrja á því að kaupa þá aftur," sagði Deschamps og bætti við að félagið ætlaði sér strax aftur í keppni þeirra bestu.

Stórnarformaður Juventus var þó ekki alveg á sama máli og játaði að ef til vill færu fleiri leikmenn frá félaginu, en undirstrikaði að það yrði alls ekki fyrir neitt útsöluverð ef af því yrði. "Ef einhverjir leikmenn fara frá félaginu, munum við sannarlega fá aðra leikmenn í staðinn og ef til þess kemur að leikmenn verði seldir, verður það aðeins á ásættanlegu verði," sagði Giovanni Gigli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×