Erlent

Fórnarlamba minnst

Mynd/AP
Tugir Líbana söfnuðust saman á píslarvottatorginu í miðbæ Beirút í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba loftárásanna á Kana. Margir héldu á kertum eða báru skilti með slagorðum gegn Bandaríkjunum og Ísrael. Með árásinni á Kana er staðfestur fjöldi látinna kominn upp í 510 og eru þá ótalin lík sem talið er að leynist í rústum húsa sem jöfnuð hafa verið við jörðu. Mikil reiði byggist nú upp í Líbanon út í Bandaríkin og segja stjórnvöld í Beirút ekki koma til greina að ræða drög friðaráætlun Bandaríkjamanna nema að fyrst semjist um tafarlaust og skilyrðislaust vopnahlé



Fleiri fréttir

Sjá meira


×