Erlent

Sendinefndir Indlands og Pakistans funda

Sendinefndir Indlands og Pakistans hittust í dag í fyrsta skipti frá því að sprengingar í lestakerfi Múmbei urðu á þriðja hundrað manns að bana. Sendinefndir sjö Suður-Asíulanda funda nú í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, um framkvæmd Fríverslunarsamtaka Suður-Asíu. Fundurinn er haldinn í skugga þess að slitnaði upp úr friðarviðræðum milli kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans eftir sprengjuárásirnar, sem talið er að tengist íslömskum hryðjuverkasamtökum í Pakistan. Utanríkisráðherra Indlands hefur þó lýst því yfir að hann muni funda með pakistönskum starfsbróður sínum um alþjóðleg hryðjuverk og aðgerðir til að koma í veg fyrir þau.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×