Erlent

Vill sameina sundraða þjóð

Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að tilnefna helsta andstæðing sinn, Viktor Janúkovitsj, sem forsætisráðherra landsins. Júsjenkó segist með þessu vera að sameina sundraða þjóð.

Jústsjenkó og Janúkovitsj börðust af hörku um forsetaembættið árið 2004. Þá varð sá síðarnefndi forseti.

Í fyrri umferð forsetakosninganna fékk Júsjenkó fleiri atkvæði en Janúkovitsj en ekki hreinan meirihluta atkvæða og því þurfti að ganga aftur að kjörborðinu og velja milli þeirra tveggja. Janúkovitsj var úrskurðaður sigurvegari eftir seinni umferðina en margir Úkraínubúar, alþjóðasamtök og erlendar ríkisstjórnir drógu lögmæti þeirra kosninga í efa. Hæstiréttur Úkraínu ógilti því þá umferð og aftur var gengið að kjörborðinu. Þá hafði Júsjenkó betur. Kosningabaráttan var svo hatröm að Janúkovitsj var sakaður um að hafa látið eitra fyrir andstæðingi sínum þannig að hann afmyndaðist töluvert í andliti.

Erfiðlega hefur gengið að mynda starfhæfa ríkisstjórn í landinu eftir þingkosningar í mars. Þremur mánuðum eftir kosningarnar var ríkisstjórn frjálslyndra flokka mynduð undir stjórn Júlíu Timoschenko, bandamanns Júsjenkós í hinni svokölluðu "appelsínugulu byltingu" sem kom Janúkovitsj frá völdum. Sú stjórn varð ekki langlíf og sprakk í sumar. Þá var ljóst að flokkabandalag undir stjórn Janúkovitsj tæki við völdum en eftir var að ákveða hvort hann yrði forsætisráðherra og valt það á samþykki forsetans sem tilkynnti um ákvörðun sína í morgun.

Skömmu síðar undirrituðu erkifjendurnir samstarfsyfirlýsingu sem samvinna þeirra mun byggja á. Með því segja stjórnmálaskýrendur að Júsjenkó hafi tryggt stöðu sína þó Janúkovitjs taki við embætti forsætisráðherra. Hann vill meðal annars að Úkraína gangi í Evrópusambandið og NATO. Janúkóvítsj hefur hins vegar vilja taka upp nánara samstarf við Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×