Erlent

Beðið eftir niðurstöðu friðarviðræðna

Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í dag að Ísraelsher myndi herða árásir á Hizbollah-samtökin  ef niðurstaða fæst ekki innan skamms í friðarviðræðunum. Ráðherrar Arabalanda komu saman í dag í Beirút og ræddu átökin í Líbanon. Þeir standa með stjórn Líbanons um að breyta þurfi orðalagi tillögunnar þannig að Ísrealsher þurfi tafarlaust að yfirgefa Líbanon eftir að vopnahlé kemst á.

Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, ávarpaði fundinn í morgun. Hann táraðist þegar hann tilkynnti að 40 manns hefðu látist í árásum Ísraelshers á þorpið Houla í suðurhluta Líbanons í morgun en síðar kom í lós að aðeins einn maður hafði látist. Aðeins tveimur klukkustundum eftir fundinn sprungu þrjár sprengjur í nágrenni borgarinnar.

George Bush, forseti Bandaríkjanna sagði á fréttamannafundi í Texas í dag vonast til að sátt náist um vopnahlé sem fyrst. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðis á fréttamannafundinum ætla að hitta utanríkisráðherra ýmsra landa í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun til að ræða átökin í Mið-Austurlöndum.

Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði í dag að Ísraelsher myndi herða árásir á staði þar sem Hizbollah-samtökin hafa komið fyrir eldflaugaskotpöllum ef niðurstaða fæst ekki innan skamms í friðarviðræðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×