Erlent

Hætta á sprengigosi í Mayon

Hermenn, sem eiga að hindra að fólk fari of nálægt eldfjallinu, skoða ösku og gjósku
Hermenn, sem eiga að hindra að fólk fari of nálægt eldfjallinu, skoða ösku og gjósku MYND/AP

Eldfjallasérfræðingar segja hættu á sprengigosi í eldfjallinu Mayon á Filippseyjum, en svo virðist sem eitthvað hafi stöðvað gasflæði frá fjallinu sem hefur gert vart við sig á síðustu dögum. Þetta gæti þýtt að eitthvað hafi stíflað fjallið og spenna magnist þannig að ef gjósi verði eldgos í fjallinu kröftugra en ella. Sérfræðingar benda þó á að þetta gæti einnig þýtt að fjallið hafi hægt á sér. Hættuástandi var lýst yfir á mánudaginn þar sem óttast var að eldgos væri á næsta leyti. Búið er að flytja um fjörutíu þúsund íbúa í tuttugu og fimm þorpum nálægt Mayon á brott frá heimilum sínum. Ekki hafa þó allir flúið heimili sín og margir íbúar við rætur eldfjallsins hafa neitað að færa sig um set.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×