Erlent

Ástralir fjölga í herliði sínu í Afganistan

MYND/AP
Áströlsk stjórnvöld hafa ákveðið að senda hundrað og fimmtíu hermenn til Afganistan til viðbótar þeim sem þar eru fyrir. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, tilkynnti þetta í morgun. Liðnir mánuðir hafa verið einhverjir þeir blóðugustu í Afganistan síðan fjölþjóðlegt herlið, undir forystu Bandaríkjamanna, steypti stjórn Talíbana árið 2001. Árásir Talíbana í suðri hafa verið nær daglegur viðburður síðustu vikur og kostað fjölmarga lífið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×