Erlent

Játar að hafa valdið dauða JonBenet

Eitt umtalaðasta morðmál síðari ára í Bandaríkjunum komst í kastljósið á ný í nótt þegar taílensk lögreglan handtók mann grunaðan um að hafa myrt barnafegurðardrottninguna JonBenet Ramsey fyrir áratug.

Morðið á JonBenet Ramsey árið 1996 vakti heimsathygli og óhug, ekki síst fyrir þær sakir að þessi sex ára gamla telpa hafði nýlega sigraði í fegurðarsamkeppni. Eftir að stúlkan fannst myrt á heimili sínu í Boulder í Colorado sættu foreldrar hennar harðri gagnrýni fyrir að hafa att dóttur sinni út í slíkar keppnir og sumir gengu jafnvel svo langt að saka þau um dauða stúlkunnar. Morðinginn hefur hins vegar aldrei fundist þar til í nótt að taílensk yfirvöld handtóku John Mark Karr, fjörutíu og eins árs Bandaríkjamaður, sem var kennari í heimabæ telpunnar. Hann hefur þegar játað að hafa átt hlut að máli en kveðst þó saklaus af morði.

Karr kom til Taílands í júní frá Malasíu og mun hafa verið að leita að starfi sem kennari. Hann verður framseldur til Bandaríkjanna á næstu dögum, ákærður fyrir morð, mannrán og kynferðismisnotkun. Foreldrar JonBenei eru sagðir hafa vitað af því í nokkurn tíma að handtaka mannsins væri í uppsiglingu en móðir hennar lést fyrr í sumar, södd lífdaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×