Erlent

Færri fórnarlömb en talið var

Mynd/AP
Nú er talið að 58 manns hafi farist en ekki 80 eins og óttast var í fyrstu, eftir lestarslys um 20 kílómetra norður af Kairó, höfuðborgar Egyptalands í morgun. Að því er egypska ríkisfréttastofan MENA hermir sinntu stjórnendur lestar ekki viðvörunarljósum á teinunum með þeim afleiðingum að hún keyrði á mikilli ferð á öftustu vagna annarrar lestar sem fór hægar. Segja sjónarvottar að vagnarnir hafi lagst saman eins og harmonikka. Þetta er þriðja stóra lestarslysið í Egyptalandi á þessu ári og er bágu ástandi lestarteina kennt um. Árið 2002 létust 360 manns þegar eldur kviknaði í fullri farþegalest.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×