Íranar reiðubúnir til viðræðna 22. ágúst 2006 19:45 Íranar segjast tilbúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlun sína en segjast enn áskilja sér rétt til að halda auðgun úrans áfram. Sitji þeir fast við sinn keip er næsta víst að þeir verði beittir efnahagsþvingunum og jafnvel er valdbeiting ekki útilokuð. Íranar hafa tekið sér góðan tíma til að svara tilboði Vesturveldanna um aðstoð við friðsamlega nýtingu kjarnorku auk ýmissa annarra ívilnana gegn því að láta af auðgun úrans. Í dag var teningunum hins vegar loks kastað þegar aðalsamningamaður Írana, Ari Larijani, kallaði sendiherra voldugustu ríkja heims, að Bandaríkjunum frátöldum, á sinn fund og greindi þeim frá svari írönsku ríkisstjórnarinnar. Nákvæmt innihalds skjalsins hefur ekki verið gefið upp en Larijani sagði í viðtali íranska sjónvarpsstöð að frá og með morgundeginum væru Íranar reiðubúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlunina en einnig efnahags- og öryggismál sem ekki væri hægt að slíta úr samhengi hana. Íranar hafa hingað til ekki ljáð máls á því að hætta úranauðgun og því var ekki búist við að þeir myndu bjóðast til þess í svari sínu í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf stjórnvöldum í Teheran í júlílok mánaðarfrest til að láta af vinnslunni ella sæta efnahagsþvingunum. Ekki er sjálfgefið að slík ályktun verði samþykkt því Rússar og Kínverjar hafa hingað til lagst gegn slíku. Stjórnmálaskýrendur segja að ef Íranar ætli á annað borð að smíða kjarnorkuvopn ætti þeim að takast það í síðasta lagi 2010. Ósennilegt er þó að það verði látið átölulaust, Bandaríkjamenn hafa raunar aldrei útilokað valdbeitingu gegn Írönum. Í því sambandi má minna á nýlega grein bandaríska rannsóknarblaðamannsins Seymour Hearsh þar sem hann staðhæfir á að árásir Ísraela á Líbanon undanfarinn mánuð hafi einkum haft þann tilgang að undirbúa jarðveginn fyrir svipaða sprengjuherferð Bandaríkjamanna á skotmörk í Íran. Erlent Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Íranar segjast tilbúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlun sína en segjast enn áskilja sér rétt til að halda auðgun úrans áfram. Sitji þeir fast við sinn keip er næsta víst að þeir verði beittir efnahagsþvingunum og jafnvel er valdbeiting ekki útilokuð. Íranar hafa tekið sér góðan tíma til að svara tilboði Vesturveldanna um aðstoð við friðsamlega nýtingu kjarnorku auk ýmissa annarra ívilnana gegn því að láta af auðgun úrans. Í dag var teningunum hins vegar loks kastað þegar aðalsamningamaður Írana, Ari Larijani, kallaði sendiherra voldugustu ríkja heims, að Bandaríkjunum frátöldum, á sinn fund og greindi þeim frá svari írönsku ríkisstjórnarinnar. Nákvæmt innihalds skjalsins hefur ekki verið gefið upp en Larijani sagði í viðtali íranska sjónvarpsstöð að frá og með morgundeginum væru Íranar reiðubúnir til alvarlegra viðræðna um kjarnorkuáætlunina en einnig efnahags- og öryggismál sem ekki væri hægt að slíta úr samhengi hana. Íranar hafa hingað til ekki ljáð máls á því að hætta úranauðgun og því var ekki búist við að þeir myndu bjóðast til þess í svari sínu í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf stjórnvöldum í Teheran í júlílok mánaðarfrest til að láta af vinnslunni ella sæta efnahagsþvingunum. Ekki er sjálfgefið að slík ályktun verði samþykkt því Rússar og Kínverjar hafa hingað til lagst gegn slíku. Stjórnmálaskýrendur segja að ef Íranar ætli á annað borð að smíða kjarnorkuvopn ætti þeim að takast það í síðasta lagi 2010. Ósennilegt er þó að það verði látið átölulaust, Bandaríkjamenn hafa raunar aldrei útilokað valdbeitingu gegn Írönum. Í því sambandi má minna á nýlega grein bandaríska rannsóknarblaðamannsins Seymour Hearsh þar sem hann staðhæfir á að árásir Ísraela á Líbanon undanfarinn mánuð hafi einkum haft þann tilgang að undirbúa jarðveginn fyrir svipaða sprengjuherferð Bandaríkjamanna á skotmörk í Íran.
Erlent Fréttir Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira