Erlent

Stytta af Ramses

Ristastór stytta af Ramses öðrum faraóa verður flutt frá Ramses-torgi þar sem hún hefur staðið síðan snemma á sjötta áratug síðustu aldar og í miðborg Kairó í Egyptalandi, nær pýramídunum miklu.

Styttan var flutt á torgið frá bænahúsi í Memphis, hinni fornu höfuðborg Egyptalands. Styttan er hundrað tuttugu og fimm tonn að þyngt og prýðir mörg póstkort og forsíður ferðahandbóka. Hún verður hluti safns sem verður reist nærri pýramídunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×