Yfirvöld á Flórída hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Íbúar hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta.
Margir hafa farið að þeim ráðleggingum og mynduðust langar raðir á bensínstöðvum og í verslunum í gær. Veðurfræðingar spá því að Ernesto nái landi á Suður-Flórída í kvöld sem sterkur hitabeltisstormur en svo gæti þó farið að hann verði orðinn fyrsta stigs fellibylur.
Kona drukknaði þegar Ernesto fór yfir suðurströnd Haítí í gær.