Erlent

Áttatíu látnir eftir flugslys í Íran

Að minnsta kosti 80 manns létust eftir að eldur kom upp í flugvél sem var að lenda í borginni Mashhad í norðausturhluta Írans í morgun. Eftir því sem ríkissjónvarp Írans greinir frá kviknaði í vélinni eftir að eitt af dekkjum vélarinnar sprakk í lendingu. Um 150 manns voru í vélinni sem var í eigu íranska ríkisflugfélagsins Iranairtour. Vélin var rússnesk af gerðinni Tupolev og var að koma frá hafnarborginni Bandar Abbas í suðurhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×