Erlent

Sex börn létust í eldsvoða

Nágranni fjölskyldunnar horfir á glugga í íbúðinni sem brann.
Nágranni fjölskyldunnar horfir á glugga í íbúðinni sem brann. MYND/AP
Sex systkini létust í eldsvoða í fjölbýlishúsi í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Móðir barnanna og þrjú systkini til viðbótar slösuðust í eldinum, en börnin sem létust voru á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá kerti en að sögn talsmanns yfirvalda í Chicago-borg hafði fjölskyldan, sem er af mexíkóskum uppruna, verið án rafmagns í að minnsta kosti mánuð. Ekki hefur verið gefið upp hvers vegna íbúðin var rafmagnslaus. Enginn reykskynjari var í íbúðinni. Börnin sem biðu bana létust vegna reykeitrunar; fjögur þeirra voru úrskurðuð látin á staðnum en tvö skömmu eftir að þau höfðu verið flutt á spítala í nágrenninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×