Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að Renault-liðið sé aðeins með eitt takmark fyrir Ítalíukappaksturinn um næstu helgi og það sé að koma í mark á undan heimamönnum í Ferrari.
Alonso náði að auka forskot sitt á toppi stigalista ökumanna í Tyrklandskappakstrinum með því að ná öðru sæti, á meðan Michael Schumacher náði þriðja sætinu. Þar var það Felipe Massa hjá Ferrari sem vann sinn fyrsta sigur og hefur ítalska liðið verið á ágætum spretti undanfarið.
"Á þessu ári er ég búinn að vinna á Silverstone, í Mónakó og á Spáni, svo auðvitað langar mig mikið að vinna á Monza-brautinni. Það er sögufræg braut og það yrði auðvitað gríðarlega sterkt fyrir okkur að ná að leggja Ferrari á þeirra heimavelli - þó vitanlega verði það mjög erfitt.