Erlent

Atlantis líklega í loftið á morgun

Atlantis á Canaveral-höfða á Flórída.
Atlantis á Canaveral-höfða á Flórída. MYND/AP

Líklegt er talið að NASA, Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, geti skotið geimferjunni Atlantis á loft frá Flórída á morgun. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í gær. Upphaflega átti geimskotið að fara fram þann 27. ágúst síðastliðinn en fresta þurfti skotinu þá eftir að eldingu laust niður í skotpallinn skömmu áður. Slæm veðurskilyrði, til að mynda í tengslum við hitabeltisstorminn Ernesto, hafa síðan þá komið í veg fyrir að unnt væri að koma Atlantis út í geiminn en þangað er henni stefnt til að halda áfram byggingu alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Sex menn eru um borð og hafa undirgengist þjálfun fyrir leiðangurinn síðastliðin fjögur ár. Áætlað er að þeir dvelji í geimnum í ellefu daga og eru þrjár geimgöngur fyrirhugaðar á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×